Núna er þessi þáttur í sýningu á Skjá Einum og er maður einn af þeim sem er fyrir framan sjónvarpið og þykist vita öll svörin sem maður auðvitað gerir ekki. Sumar spurningarnar þarna í þættinum eru auðvitað alveg fáránlegar og stundum hugsar maður bíddu ég lærði þetta aldrei í barnaskóla, hahahahah. En þá ætla ég að tékka á því hvað þú ert klár, geturðu svarað eftirfarandi spurningum ?? Þú ræður hvort þú setur svörin í ummælin eða bara svarar þeim einn eða ein með sjálfri þér.
Hvað heitir fyrsti jólasveinninn sem kemur til byggða ?
Hvað hét fyrsti forseti íslands ?
2,5 yards(yardar) eru hvað mörg fet ?
Hvað eru heimsálfurnar margar ?
Hvaða heimsálfa er líka land ?
Hvert er millinafn Björgvins Halldórssonar ?
Hvað eru stúlkurnar í Sugababes margar ?
Hvað heitir persóna Péturs Jóhanns í Næturvaktinni ?
Hvað heitir skarðið sem þú keyrir yfir áður en þú kemur að Varmahlíð ?
Hvað heitir höfuðborg Tyrklands ?
Hvað heitir stærsta borg Bandaríkjanna ?
Hver er tíðni FM957 á Akureyri ?
Núna hefurðu eitthvað til að dunda þér við, heheheh.
Góða skemmtun og gangi þér vel, ég kem svo til með að fara yfir hvert próf fyrir sig og gefa einkunnir, hahahahaha
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.