orð bera ábyrgð

orð bera ábyrgð

Mér er orðið eiginlega alveg nóg um þessa herferð MC club aðdáenda að Friðrik í Eurobandinu.

Ég held að þetta fólk ætti aðeins að staldra við áður en það lætur særandi hluti útúr sér.
Það er nú bara þannig að í dag eru ungir krakkar í tilvistarkreppu af því að þau eru samkynhneigð og eiga eftir að takast á við það.
Það að rætt skuli á þennan hátt um þessi mál er til háborinnar skammar.
Gillz og hans fólk ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á því sem aðrir segja, en þetta fólk er fylgismenn "hljómsveitarinnar" hefur mér sýnst.
Hann og þau í "hljómsveitinni" yrðu menn að meiri ef þau myndu nú taka upplýsta og þroskaða afstöðu í þessu máli öllu saman.
Það verður kannski seint von á því.

Nú síðast er komin einhver níðingssíða á myspace.

Spurning hvort að Lúkasarmál sé í uppsiglingu.

Munum að við berum ábyrgð á því sem við látum útúr okkur og ég á satt að segja bágt með að trúa því að það sem ég hef lesið og heyrt séu skoðanir fólks hér á Íslandi árið 2008 !
Ja við megum þá heldur betur fara að skoða málin ofan í kjölin hér á þessu annars ágæta landi.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband