Lögregla truflaði sýningu hryllingsmyndar

 

Lögregla fékk tilkynningu í dag frá manni sem hélt að nágrannar sínir væru í neyð staddir inni í íbúð sinni. Lögreglan brást skjótt við en þegar barið var á dyr hjá fólkinu sem óttast var um, kom kona á þrítugsaldri til dyra og furðaði sig mjög á þessari heimsókn lögreglunnar.

Konan reyndist einsömul heima og ekki var að sjá að neinn hefði lagt á hana hendur. Við frekari eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að hún hafði verið að horfa á hryllingsmynd og sleppt sér gjörsamlega yfir myndinni sem var víst ansi magnþrungin. Eftir þessar upplýsingar kvöddu lögreglumennirnir konuna sem lofaði að reyna að hemja sig.

Lögreglan segir að þrátt fyrir þetta atvik sé betra að hringja einu sinni of oft í lögreglu en einu sinni of sjaldan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband