Sprautufíklar hreinsa nálar í ónotaðan klósettpappír á almenningssalernum

Starfsmenn sem vinna við þrif í verslunarmiðstöðvum hafa orðið varir við að fíkniefnaneytendur hafi stungið nálum upp í klósettrúllur á almenningssalernum. Þannig hafi þeir hreinsað þær og skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum.


Lögreglumaður fór með fíkniefnahund í verslunarmiðstöð í borginni fyrir skömmu. Þar fór hann með hundinn inn á almenningssalerni og veitti hundurinn allavega þremur klósettrúlluhöldurum mikla athygli og var klósettpappír í þeim öllum.

Benti hann öryggisverði á og sem svaraði því til að starfsmenn sem vinna við þrif hafi ítrekað fundið notaðar sprautur og nálar á klósettunum eftir fíkniefnaneytendur. Hann sagði einnig að nokkur tilfelli hefðu komið upp þar sem fíkniefnaneytendur hefðu stungið nálunum upp í gegnum klósettrúllurnar til að hreinsa þær, eftir að hafa sprautað sig, og þannig skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum.


Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa tilfelli sem þessi komið upp á fleiri en einum stað undanfarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Við verðum bara að vera með klósettpappír með okkur.

Heidi Strand, 23.11.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband