26.2.2008 | 20:17
orð bera ábyrgð
orð bera ábyrgð
Mér er orðið eiginlega alveg nóg um þessa herferð MC club aðdáenda að Friðrik í Eurobandinu.
Ég held að þetta fólk ætti aðeins að staldra við áður en það lætur særandi hluti útúr sér.
Það er nú bara þannig að í dag eru ungir krakkar í tilvistarkreppu af því að þau eru samkynhneigð og eiga eftir að takast á við það.
Það að rætt skuli á þennan hátt um þessi mál er til háborinnar skammar.
Gillz og hans fólk ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á því sem aðrir segja, en þetta fólk er fylgismenn "hljómsveitarinnar" hefur mér sýnst.
Hann og þau í "hljómsveitinni" yrðu menn að meiri ef þau myndu nú taka upplýsta og þroskaða afstöðu í þessu máli öllu saman.
Það verður kannski seint von á því.
Nú síðast er komin einhver níðingssíða á myspace.
Spurning hvort að Lúkasarmál sé í uppsiglingu.
Munum að við berum ábyrgð á því sem við látum útúr okkur og ég á satt að segja bágt með að trúa því að það sem ég hef lesið og heyrt séu skoðanir fólks hér á Íslandi árið 2008 !
Ja við megum þá heldur betur fara að skoða málin ofan í kjölin hér á þessu annars ágæta landi.
Kv.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Allt og ekkert
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.