7.12.2007 | 19:23
Góð terta ;)
tekið af
http://blogcentral.is/heimilismatur
Bananaterta
1 bolli sykur
4 egg
1 bolli hveiti
2 msk. kakó
1. msk. kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft
Egg og sykur þeytt saman og hinu blandað varlega saman við.
Bakað við 180 gr, í ca. 20 mín
Á milli:
100 gr. smjör
70 gr. flórsykur
3 stappaðir bananar
Ofan á:
100 gr. smjör
100 gr. flórsykur
1 egg
150 gr. bráðið súkkulaði
vanilludropar
Bananabomba
Botnar
150 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
2 msk kakó
125 gr smjörlíki eða smjör
125 gr púðursykur
2 egg
2 stappaðir bananar.
Krem
175 gr rjómaostur
2 stappaðir bananar litlir
100 gr flórsykur
100 gr síríus suðusúkkulaði.
Botnarnir.
Hrærið saman sykri og smjöri þangað til það er orðið ljóst og létt.
Hrærið svo eggjunum út í einu í einu. Svo er þurrefnunum og bananastöppunni hrært saman við.. Bakið í tveimur litlum formum við 180 gráður í 20-25 mín.
Kremið.
Bræðið súkkulaði í vatnsbaði. Hrærið rjómaostinum, bönununum, flórsykrinum og súkkulaði bráðinni vel saman. Setjið helminginn af kreminu á milli botnanna og afganginn ofaná. Skreytið með konfektmolum og rjóma.
Þessi er auðveld en mér persónulega finnst hún best þegar að hún er orðin köld, hún er ekkert spes heit, og þá geymi ég hana í ísskáp til að kæla hana ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.