23.11.2007 | 12:58
Mín skoðun á Pólverjaumræðunni... langt
Tek það fram ég skrifaði þetta ekki....
tók þetta af barnalandi.is.......
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=8049188&advtype=52&page=1
Hvað finnst ykkur um þessa "bönnum pólverjana á skemtistöðum" umræðu?
Ég verð reið þegar ég heyri þetta! Hvað erum við íslendingar með alla okkar helvítins galla að gagrýna heila þjóð útfrá nokkrum gölluðum eintökum?
Íslendingar eiga nokkur handónýt eintök og ekki eru skemmtistaðir að tala um það að banna íslendingum inngöngu á skemmtistaði...
Þetta er hættuleg umræða! Eigendur bera fyrir sig að pólverjar séu drykkfeldir slagsmálahundar en líta fram hjá íslensku úrhrökunum. Þetta finnst mér ekki rétt þar sem oftast eiga íslendingar upptökin af þessum blessuðu slagsmálum. Og útfrá þessari umræðu á það bara eftir að aukast..
Hver erum við að dæma það fólk sem kýs að koma á þetta litla kalda sker til að reyna að eiga betra líf? Þeim er troðið í pínulitlar íbúðir með fullt af fólki, þeir vinna leiðindarvinnuna sem íslendingar nenna ekki að vinna, sem hanga frekar heima hjá sér á bótum.
Þeir vinna kannski sömu vinnu og við en á 3x lægri launum.
Ég kalla þetta að nauðga heilli þjóð. Finnst þetta skítt af íslendingum og ég segi ekki aftur að ég sé stolt af því að vera íslendingur!
Ekki að ég þekki eitthvað marga pólverja, það eru 3 að vinna með mér og þetta er vinnusamt og gott fólk sem hefur þrátt fyrir leiðindar mótökur í þessu landi læra tungumálið og vinna fyrir sér og sínum..
Ég hefði valið Spán eða Grikkland.
Hvað ætliði að gera? flæma alla pólverja í burt? hver ætlar þá að vinna vinnuna sem Ísl nenna ekki að vinna?
3 dögum áður en ég átti Svein var ég stoppuð í kringlunni af DV og spurð hvort mér fynndist fordómar á Íslandi, ég í fávisku minni sagði : neee ekki svo mikið... Það svar kæmi sko ekki í dag!
Væri gaman að ákveða kannski að flytja til Spánar eða eitthvað og vinna og vinna og ætla svo að kíkja og skemmta sér og fá á fleiri fleiri stöðum nei hér koma íslendingar ekki inn... Þá væri hljóðið annað!
Verð virkilega reið þegar maður hlustar á fólk réttlæta þetta!
Finndist fólk ætti að hætta að stunda þá staði sem banna fólk sem er ekki "íslendingur"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.