Um er að ræða þjófnað á skútu frá Þýskalandi sem siglt var hingað til lands. Það voru Hollendingar sem sigldu skútunni hingað og eru þeir vanir ferjusiglarar að sögn Lögreglunnar á Höfn. Lögreglan segir að ekki sé grunur að fíkniefni séu um borð í skútunni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar er ekki vitað hvort hugsanlegir kaupendur séu hér á landi. Það er Ríkislögreglustjóri í samstarfi við Interpol sem eru með málið í rannsókn segir lögreglan á Höfn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.