20.11.2007 | 00:19
19 ára stúlka í Saudí-Arabíu
19 ára stúlka í Saudí-Arabíu: Var nauðgað 14 sinnum - dæmd í fangelsi og 200 svipuhögg
Áfrýjunarréttur í Saudí-Arabíu hefur þyngt þá refsingu sem undirréttur dæmdi 19 ára stúlku sem varð fyrir hópnauðgun. Henni var nauðgað fjórtán sinnum af sjö mönnum, sem eru dæmdir í 2ja til 10 ára fangelsi, en hún á að sitja í fangelsi í sex mánuði og þola 200 svipuhögg.
Stúlkan tilheyrir minnihlutahópi Shía í Saudí-Arabíu. Að sögn dagblaðsins Arab News réðist sjö manna hópur úr meirihluta súnníta á hana og nauðgaði henni fjórtán sinnum. Stúlkunni var í undirrétti refsað fyrir að umgangast sér óskylda menn og dæmd til að þola 90 svipuhögg fyrir að hafa verið á ferð í bíl með óskyldum manni þegar árásin var gerð.
Áfrýjunarrétturinn jók við refsingu hennar og ákvað að hún skyldi þola 200 svipuhögg og sex mánaða fangelsisvist að auki. Refsing nauðgaranna var líka tvöfölduð frá því sem undirrétturinn hafði ákveðið en dómar þeirra þykja samt léttir í ljósi þess að saudí-arabísk lög leyfa að dauðarefsingu sé beitt í nauðgunarmálum. Talsmaður dómaranna sagði í samtali við Arab News að dómararnir hefðu ákveðið að refsa stúlkunni sérstaklega fyrir að gera mikið úr málinu og reyna að hafa áhrif á dómsvaldið með fjölmiðlaumfjöllun. Meðan á málarekstrinum stóð var lögmaður stúlkunnar sviptur réttindum og á yfir höfði sér viðurlög fyrir að hafa rekið málið af hörku.
Athugasemdir
Fáranlegt hvað heimurinn er strangur .... þetta er svo sorglegt
að ég vorkenni henni svo mikið og finn til með henni :(
polly82, 20.11.2007 kl. 00:21
Þetta er átakanlegt að lesa. Og svo er til fólk á Íslandi sem er ennþá sveitt og heitt í hömsum við að reyna að bjóða þessa "menningu" velkomna á Íslandi!
Mér verður óglatt við tilhugsunina.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.11.2007 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.