19.11.2007 | 17:38
Stóri Dímon með mangó-chutney og kóríander
- 1 stk Stóri Dímon
- 2 msk ólívuolía
- 3 stilkar timian
- 1/2 geiri hvítlaukur
- brauð að eigin vali
Fyrir 4
Skemmtilegur partýréttur fyrir öll tilefni.
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður, opnið oststykkið og stingið nokkur göt ofaní ostinn, hellið ólífuolíunni ofan á ostinn ásamt hvítlauknum og timianinu, bakið í ca 20 mínútur eða þar til osturinn er vel bráðnaður í miðju. Berið fram heitt. Skerið brauðið í ca 5 cm langar stangir og skvettið smá ólívuolíu yfir og saltið og piprið , bakið í ca 7 mín í 180 gráðu heitum ofni þar til þær eu orðnar stökkar.
Meðlæti
Skemmtileg ostaþrenna: mangó-chutney og kóríander, ólívuolía og hvítlaukur, hindber og hunang
Skoða myndskeið- 1 stk Gullostur eða annar hvítmygluostur
- nokkrar greinar garðablóðberg
- nokkur rif hvítlaukur
- 50 ml góð ólívuolía
- 1 stk Stóri-Dímon
- 2-3 msk mangó-chutney
- nokkur lauf ferskt kóríander
- - salt og pipar
- 1 stk Geitaosta-brie
- 1 msk hindberjasulta
- 1 askja fersk hindber
- 2 msk hunang
- - stökkt kex eða brauð
Það er ekki mikið sem slær út volgan ost á stökku kexi. Hér er góð tilbreyting við gamla ostabakkann ásamt nýjum mildum geitaosti sem er nýr fyrir Íslendingum en fastur þáttur í lífi ostagæðinga erlendis.
Aðferð
Gullostur með ólífuolíu, hvítlauk og garðablóðbergi
Hellið nokkrum dropum af ólívuolíu yfir ostinn, stráið garðablóðberginu og fínt saxaða hvítlauknum yfir ásamt nýmuldum pipar. Þá er osturinn bakaður við 170 gráður í 15-30 mín. Osturinn er framreiddur opnaður á diski; gott að nota hann sem ídýfu með góðu brauði.
Stóri Dímon með mangó-chutney og kóríander
Setjið mangó-chutney ofan á ostinn, kryddið með salti og pipar og nokkrum laufum af kóríander.
Geitaosta brie með hindberjum og hunangi
Setjið sultu ofan á ostinn ásamt ferskum hindberjum, hellið svo ögn af hunangi yfir. Framreiðið með þunnum brauðsneiðum eða kexi að eigin vali.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.