19.11.2007 | 17:33
Mike Tyson dæmdur í sólarhrings fangelsi
Hnefaleikakappinn Mike Tyson var í dag dæmdur í sólarhrings fangavist, auk þriggja ára skilorðsbundins fangelsis, fyrir fíkniefnavörslu og akstur undir áhrifum. Í síðasta mánuði játaði Tyson sekt í málinu, og átti allt að fjögurra ára og þriggja mánaða fangelsisvist yfir höfði sér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.