Veikt barn týnt í kerfinu.

Veikt barn týnt í kerfinu.

Tekið af visir.is:

Ásthildur Björt Pedersen er nýflutt heim frá Frakklandi ásamt tæplega ársgamalli dóttur sinni. Þær mæðgur flúðu heimilisföðurinn sem beitti Ásthildi andlegu og líkamlegu ofbeldi. Skömmu eftir heimkomuna veiktist dóttir Ásthildar hastarlega en sökum þess hve skammur tími er liðinn frá því þær fluttu heim njóta þær ekki fullra réttinda í heilbrigðiskerfinu og hafa þær þurft að borga tugi þúsunda króna fyrir læknisaðstoð og sýklalyf.

Ásthildur segir að þeim mæðgum hafi meðal annars verið vísað frá á heilsugæslustöð og þeim sagt að bíða fram á kvöld eftir því að læknavaktin opnaði. Þá var dóttirin með fjörutíu stiga hita og alvarlega sýkingu.

„Ég hef aldrei breytt um lögheimili og alla tíð verið íslenskur ríkisborgari. Mér er hins vegar sagt að ég verði að vera hér í sex mánuði áður en ég kemst inn í íslenska tryggingakerfið,"segir Ásthildur. Hún telur þetta fyrirkomulag vera út í hött því dóttir sín geti ekki að því gert þótt hún veikist innan þess tíma. Hún segist þegar hafa greitt tugi þúsunda króna í læknisaðstoð fyrir utan að skulda Tryggingastofnun þrjátíu þúsund krónur.

Tryggingastofnun segir að Ásthildur eigi að taka málið upp við frönsk yfirvöld en þar finnist hún ekki á skrá. Hún þarf að skila inn launaseðlum til þess að staðfesta að hún hafi búið í landinu. Þeim getur hún hins vegar ekki skilað inn vegna þess að eiginmaðurinn fyrrverandi er búinn að eyðileggja þá.

„Mér finnst þetta ótrúlegt kerfi sem getur ekki séð um að hjúkra veiku barni vegna einhvers formsatriðis," segir Ásthildur. Hún segist hafa rætt málið við Tryggingastofnun og heilbrigðisráðuneytið en alls staðar komi hún að lokuðum dyrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband