16.11.2007 | 10:36
Lindsay Lohan situr inni í 84 mínútur
Lindsay Lohan fetaði í gær í fótspor stallsystra sinna Parisar Hilton og Nicole Richie og sat inni í Century Regional fangelsinu í Lynwood í Kaliforníu. Hún þurfti þó að sitja aðeins skemur en Paris, eða í tæpan einn og hálfan tíma.
Lohan gaf sig fram við fangelsisyfirvöld í Lynwood klukkan 10:30. Að sögn talsmann fangelsisins var hún komin út aftur klukkan 11:54, 84 mínútum síðar.
Talsmaðurinn, Steve Whitmore, sagði að Lohan hefði verið afar samvinnuþýð og þvertók fyrir það að stjarnan hefði sloppið betur en meðaljóninn. Í raun væri það alsiða að fólk afplánaði einungis brotabrot af dómum fyrir smávægileg brot.
Lohan var dæmd til eins dags fangelsisvistar fyrir að aka tvisvar undir áhrifum áfengis og að hafa kókaín undir hönum. Þá fékk hún þriggja ára skilorð og var skipað að sinna tíu dögum af samfélagsþjónustu.
Athugasemdir
Hún er nú alltaf smart, flott og sæt...
Halla Rut , 16.11.2007 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.