Ógurleg hefnd eiginkonu ;)

Bandaríski útvarpsþáttastjórnandinn Tim Shaw var stundum dálítið leiðinlegur við konuna sína. Þegar hún var ófrísk að öðru barni þeirra hringdi hann til dæmis í systur hennar í beinni útsendingu og sagði að hann hugsaði um hana þegar hann nyti ásta með frúnni.

Tim stjórnar dægurlagaþætti á útvarpsstöðinni Kerrang 105,2. Um daginn hringdi hann í fyrirsætuna Jodie Marsh, einnig í beinni útsendingu. Sagði meðal annars að hann væri tilbúinn að yfirgefa eiginkonu sína og tvö börn fyrir hana.

Frú Tim var einmitt að hlusta þegar þetta gerðist. Og henni var nóg boðið. Hún settist við tölvuna sína, fór inn á e-bay og seldi 50 þúsund dollara Lotus Esprit Turbo sportbíl eiginmannsins fyrir einn dollara.

Hún sagði einnig að persónulegir munir eiginmannsins lægju nú á flötinni utan við hús þeirra. Þeir sem vildu mættu hirða úr þeim það sem þeir kærðu sig um.

Fjölmiðlar vestra hafa ekki náð í Tim Shaw vegna málsins. Talsmaður Kerrang sagði hinsvegar að hann væri niðurbrotinn yfir því sem hefði gerst.


Bara flott

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband