Ertu að fara á jólahlaðborð í ár ?

 

Nú er kominn sá tími ársins að jólahlaðboðin hellast yfir landann með tilheyrandi drykkju, persónulegum uppgjörum á milli starfsmanna og jafnvel framhjáhaldi hjá einhverjum.  En það eru nokkrir punktar sem hafa ber í huga þegar mætt er á jólahlaðborð í boði fyrirtækisins.

Fyrst er það klæðnaðurinn:
Ekki mæta í besta kjólnum eða í bestu jakkafötunum.  Löngu fyrir miðnættið eru flestir hvort eð er orðnir svo drukknir að þeir sjá engan mun á hvort þú sért í Armani jakkafötum, fötum sem þú fékkst á góðum díl í Dressman, Gucci kjól eða bara einhverju sem þú fékkst í Kolaportinu þegar þú fórst þangað einn sunnudaginn.

Ilmvatnið:
Konur þið verðið að velja ilmvatn eftir því hvaða markmið þið hafið á jólahlaðborðinu.  Ef þið ætlið að snara einhverjum með í rúmið seinna um nóttina er best að skella á einhverju þungu og þéttilmandi ilmvatni eins og til dæmis Opium.  Ef ætlunin er að véla launahækkun út úr stjóranum (sem margir reyna) er best að lykta af einhverju léttu og leikandi eins og til dæmis Boss XO.

Dansinn:
Ef þú ert gæjinn eða gellan í vinnunni sem allir vita að gerir sig að fífli um leið og þú ert búinn að fá þér aðeins í tánna þá skaltu reyna eftir besta móti að SLEPPA ÞVÍ AÐ DANSA.  Það vita það allir að eftir að maður er búinn að fá sér aðeins í glas þá telur maður sig vera aaaaaðeins betri dansara en maður í raun er.  Þú heldur að þú líti út eins og John Travolta í Saturday Night Fever en þú gætir ekki verið fjarri sannleikanum.  Dansaðu aðeins í fjölmenni til að fela danshæfileika sem eru ekki til staðar og í guðanna bænum ekki bjóða dömu eða herra upp í dans þegar enginn er á dansgólfinu.

Hvað þarf að hafa meðferðis:
Það besta sem karlarnir taka með sér aukalega á jólahlaðborðið er lausafé því reynslan sýnir að erfitt er að sjá hvað maður er að skrifa undir á sjötta-tíunda glasi, ef viðkomandi er á annað borð fær um að skrifa undir þegar hér er komið við sögu í jólahlaðborðinu.  Ekki gleyma smokkunum ef ætlunin er að snara einhverri skvísu með sér í rúmið seinna um nóttina því ekki er æskilegt að fara berbakt í reiðtúrinn.  Konur ættu að hafa allaveganna eina straufría skyrtu með í töskunni og jafnvel aukapar af nælonsokkabuxum eða sokkum.  Reynslan sýnir að karlarnir eru gjarnari til að hella yfir konurnar en öfugt þegar ölvunin fer úr böndunum.

Vonandi koma þessir punktar að einhverjum notum fyrir þig og þú getur því farin betur undirbúin/nn á jólahlaðborðið.  Ef farið er eftir þessum punktum má nánast bóka það að enginn verður að pískra og tala um þig þegar þú heyrir ekki til á mánudeginum :0) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband